Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að forseti Evrópuþingsins - 117 svör fundust
Niðurstöður

Hversu margir þingmenn sitja á þingi Evrópusambandsins?

Í sáttmálanum um Evrópusambandið er kveðið á um að þingmenn á Evrópuþinginu skuli ekki vera fleiri en 750, auk forseta. Formlega eru þingsætin því samtals 751. Á grundvelli tímabundinnar aðlögunar að Lissabon-sáttmálanum auk aðildar Króatíu að sambandinu verða þingsætin þó 766 til loka yfirstandandi kjörtímabils, ...

Leiðtogaráðið

Leiðtogaráð Evrópusambandsins (e. European Council) ákveður almenn pólitísk stefnumið og forgangsatriði sambandsins og er ætlað að vera drifkraftur í þróun þess. Það skilgreinir markmið Evrópusambandsins til meðallangs og langs tíma og tekur á málefnum sem snúa að almennri þróun ESB, sáttmálum og stofnunum samband...

Seðlabanki Evrópu

Seðlabanki Evrópu (e. European Central Bank, ECB) hóf formlega störf 1. janúar 1999 þegar þriðja stigi Efnahags- og myntbandalagsins (e. Economic and Monetary Union, EMU) var hrundið í framkvæmd og gengi gjaldmiðla tilvonandi evruríkja var endanlega fest. Helsta hlutverk Seðlabanka Evrópu er að fara með stjórn ...

Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels?

Nóbelsnefnd norska Stórþingsins tilkynnti þann 12. október að Evrópusambandið mundi hljóta friðarverðlaun Nóbels árið 2012. Í fréttatilkynningu Nóbelsnefndarinnar um ákvörðunina segir svo, í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar: Sambandið og fyrirrennarar þess hafa í meira en sex áratugi stuðlað að friði og sáttum, ...

Amsterdam-sáttmálinn

Amsterdam-sáttmálinn (e. Amsterdam treaty) frá 1997 milli aðildarríkja ESB, fjallar um sitthvað sem vantaði í Maastricht-sáttmálann og eykur til dæmis völd og áhrif Evrópuþingsins frá því sem áður var....

Framkvæmdastjórn ESB

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (e. European Commission) hefur frá upphafi verið ein helsta stofnun ESB. Stofnunin er sjálfstæð og á ekki að vera undir áhrifum aðildarríkja sambandsins (3. töluliður 17. gr. sáttmálans um Evrópusambandið (SESB) og 1. mgr. 245. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (SSE...

Allsherjarþing SÞ

Allsherjarþingið (e. General Assembly) er ein af helstu stofnunum Sameinuðu þjóðanna (SÞ). Öll ríki SÞ eru aðilar að allsherjarþinginu og auk þess hafa Palestína og Vatíkanið þar áheyrnarfulltrúa. Allsherjarþingið kemur saman einu sinni á ári. Þingið hefst þriðja þriðjudag í september og stendur fram í desember...

Málsmeðferð í nefndum

Málsmeðferð í nefndum er þýðing á enska hugtakinu comitology procedure (eða committee procedure) og vísar til þess ferlis þegar framkvæmdastjórnin setur gerðir. Lagagerðir ESB eru oftast settar á grundvelli tillagna frá framkvæmdastjórninni sem síðan þurfa samþykki ráðherraráðsins og Evrópuþingsins til að öðla...

Hefur eftirlitsstofnun EFTA jafnan rétt til meðalgöngu fyrir dómstól Evrópusambandsins og framkvæmdastjórn ESB fyrir EFTA-dómstólnum?

Árið 2010 kvað forseti dómstóls Evrópusambandsins upp þann úrskurð að eftirlitsstofnun EFTA hefði ekki rétt til meðalgöngu í málum sem rekin væru milli aðildarríkja ESB, milli stofnana ESB eða milli aðildarríkja annars vegar og stofnana sambandsins hins vegar. Þessi úrskurður hefur í för með sér að framkvæmdastjór...

De Gaulle, Charles

var forseti Frakklands 1958-1969 og gegndi lykilhlutverki í þróun evrópskrar samvinnu. Hann var ákafur talsmaður þess að ríki EB ættu að halda fullveldi sínu, til dæmis með því að hafa neitunarvald um sameiginlegar ákvarðanir. Hann var einnig öflugur málsvari fransks landbúnaðar og þar með einnig landbúnaðar í öðr...

Bankaráð Seðlabanka Evrópu

Bankaráðið (e. Governing Council) er skipað stjórnarmönnum í framkvæmdastjórn Seðlabanka Evrópu og seðlabankastjórum evruríkjanna. Í bankaráðinu eru teknar mikilvægustu ákvarðanirnar varðandi peningamálastefnu evrusvæðisins. Hún ákveður meðal annars stýrivexti hverju sinni, heimilar útgáfu og magn evruseðla og -my...

Er Lettland aðili að Evrópska efnahagssvæðinu?

Já, Lettland er aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, eins og öll önnur aðildarríki Evrópusambandsins, og hefur verið það síðan það gekk í sambandið árið 2004. Lettland er meðal þeirra fyrrum Sovétríkja sem hafa leitað nánari tengsla við Vesturlönd eftir að hafa endurheimt sjálfstæðið sitt á ný í upphafi tíunda áratu...

Þjónar innganga Íslands mikilvægum hagsmunum ESB?

Aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar ákveðnum hagsmunum sambandsins. Ísland er þó bæði lítið ríki og auk þess þegar í innri markaði ESB með EES-samningnum frá árinu 1994, og því má ætla að beinir efnahagslegir hagsmunir séu takmarkaðir. ESB gæti þó haft hag af aðild Íslands að Sameiginlegri fiskveiðistefnu sam...

Að hverju voru Króatar spurðir í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild að ESB?

Króatar kusu um aðild að Evrópusambandinu þann 22. janúar 2012. Á kjörseðlinum stóð: „Ert þú hlynntur aðild lýðveldisins Króatíu að Evrópusambandinu? Með - Á móti“. Kosningaþátttaka var í kringum 43% og þar af voru 67% kjósenda samþykkir aðild. Stefnt er að formlegri inngöngu Króatíu í sambandið þann 1. júlí 2013,...

Sáttmáli Evrópusambandsins um grundvallarréttindi

Á fundi leiðtogaráðsins árið 1999 var ákveðið að skrásetja hin óskráðu mannréttindi, sem dómstóll Evrópusambandsins hafði úrskurðað að giltu í sambandinu, og gera vægi þeirra sýnilegra borgurum sambandsins. Ákveðið var að stefna saman fulltrúum leiðtoganna, þjóðþinganna og Evrópuþingsins til sérstakrar samkomu (Eu...

Leita aftur: